Saturday, June 20, 2009

Alveg að koma að því!

Ég ákvað að stofna bloggsíðu fyrir þetta litla ævintýri mitt, en það á svo eftir að koma í ljós hvort ég nái að komast e-ð í tölvu (sem tengist netinu) næstu 5 vikurnar til að láta vita af mér...

Ég er víst að fara eftir 30 klukkutíma ( er samt ekki alveg að átta mig á því...) og eftir ca. 60 klukkutíma verð ég lent á Entebbe flugvellinum í Úganda! ég kem svo aftur á klakann 5 vikum seinna, mánudaginn 27.júlí, reynslunni ríkari!

Úti mun ég búa hjá Mukasa familíu, sem er herra Stanley, konan hans og börnin þeirra 4 (11, 8 og 4 ára og einn 4ra mánaða) , og svo eru þau með tvítuga stelpu sem vinnur hjá þeim við heimilisstörf, og ég bind miklar vonir við að hún sé skemmtileg!:) Lítur út fyrir að vera yndælis fjölskylda!

Ég verð svo að vinna í skólanum sem fjölskyldufaðirinn Stanley vinnur í og hann er aðeins búinn að segja mér frá því í e-maili, þau eru úti í íþróttum, og í leiklist og tónlist og svo á ég að kenna þeim e-ð á tölvur líka víst!

Annars kemur þetta bara allt í ljós, ég er voða róleg með þetta, skil ekki alveg hvað er stutt í þetta :p

kv. Lilja Dögg

4 comments:

  1. áfram þú! sé þig svo á morgun í kökunum!

    ReplyDelete
  2. haha, þetta er semsagt kolbrún.. dótið síðan í fyrra greinilega ennþá inni

    ReplyDelete
  3. vá spennandi!!! Ég fylgist með blogginu þínu :D

    ReplyDelete
  4. Kveðja að norðan, við fylgjumst með þér.
    Amma og Fríða

    ReplyDelete